Aðgát skal höfð í nærveru múslima.

Vissulega er það gott mál ef presturinn er hættur við enda er ég viss um að það hefði allt farið í bál og brand í múslimaríkjunum.  Ég spyr aftur á móti hvar aðgát múslimana í nærveru vesturlandabúa hefur verið í þeirra fánabrennum og slagorðum gegn Bandaríkjunum , Ísrael og Danmörku? . Er ekki kominn tími til að allir hugsi sér nær og gæti að sínum orðum og gjörðum til að verða öðrum til fyrirmyndar.
mbl.is Hættur við Kóranabrennu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki einmitt hryðjuverk að virka þegar fólk er svona hrætt?

Bara skil ekki þessi viðbrögð. Nú er ég persónulega á móti svona brennum og almennt þessum fordómum sem virðist ríkja á móti múslimum. En þegar fólk má gangrýna öll trúarbögð, gera skopmyndir af Jésú og allt það, en guð múslima og kóraninn má ekki gera grín af því annars gæti fólk gert áras á þig.

Þessi viðgbögð segja mér bara að hryðjuverk virka!

Tryggvi (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 01:46

2 identicon

Svo lengi sem mannkyn hefur verið við líði þá hefur fólk haft ólíkar skoðanir og oft á tíðum hverjum einum þótt sinn fugl fagur. Persónulega held ég því fram að allt sé hægt að gagnrýna og grínast með en það er nú þannig með mannskepnuna að hún tekur hvorki gríni né gagnrýni. Við getum jú aldrei gert öllum til geðs enda mun aldrei svo verða. Útfrá þessari hugsun minni tel ég að við sem gagnrýnum eða grínumst verðum að vera meira meðvituð að það er alltaf einhverjar sálir sem finnst traðkað á sér . 

Jónas Magnússon (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband